Mamma- þetta snýst nú bara um þyngdarlögmálið...

Varð bara að deila þessu með ykkur. Var að koma frá því að kyssa unglinginn góða nótt. Spjallið barst að skíðaferð gærdagsins. Skemmst er frá því að segja að ég er aðeins á fyrstu metrum míns skíðaferils, á ekki einu sinni græjur. Ætla ekki að kaupa skíði, heldur bretti næsta vetur, en hvað um það...

Samtalið var eitthvað á þessa leið:

Almar Blær; Hvað fórstu margar ferðir í stóru lyftunni í gær?

Ég; Uuuu, tvær. Eina alveg upp og aðra svo til þess að komast aftur niður að skála. Ég get nú ekki sagt að ég hafi sýnt einhverja meistaratakta, var alveg að skíta á mig við það að komast niður!

Almar Blær; Maður kemst nú alltaf niður, þó hægt fari

Ég; Ja, það var nú varla í mínu tilfelli, ég var alvarlega að spá í að vera bara uppi!

Almar Blær; Mamma mín- þetta snýst nú bara um þyngdarlögmálið. Allt sem fer upp- kemur niður!

...jú jú, ætli það ekki. En af hverju ætli ég íhugi oft hvort okkar sé eldra, ég eða ellefu ára sonur minn?

p.s. Í guðanna bænum- ekki láta ykkur detta í hug að þið lendið bak við lás og slá við það að kommenta á færslurnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Krissa.

 Ég ákvað að kvitta fyrir mig hérna. Tel það svona almenna kurteisi og svo eru nú einu sinni páskar!!

Ég datt hér inn og man eftir skrifum þínum á barnalandi. Ég var glöð að sjá að þú sért farin að skrifa hér því mér finnst einstaklega gaman að lesa þig :-)

Gleðilega páska

Kv, Sibba. 

Sibba (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband