Kokkar gera innrás!!

Já það hlaut að koma að því- að streptókokkarnir gerðu sig heimakomna. Bríet sogaði að sér kokka einu sinni í mánuði allan fyrravetur. Endaði undir hnífnum þar sem kirtlarnir voru fjarlægðir og skurðlæknirinn sagði stoltur að þeir væru á topp fimm af ljótustu kirtlum sem hann hefði séð! Skál fyrir því!

Síðan hefur hún sloppið við kokka-innrás. Þótti Þór ófært annað en að taka við keflinu af stóru systur sinni og nældi sér í góssið. Lítur nú út eins og róni sem búin er að vera á kardimommudropafylleríi í marga mánuði, með fljótandi augu og þegar hann talar er eins og það sé epli í hálsinum á honum. Veikindin stöðva hann þó ekki í bardagalistinni. Nú gengur hann alltaf um með sverð og reynir að fá hvern sem á vegi hans verður til þess að berjast við sig...

Þór; "Ég gjóta í vinnu mín"

Ég; "Nú hvað ertu að skjóta í vinnunni þinni?"

Þór; "Fudla og fluvu" (fugla og flugur- afar spennandi bráð, sérstaklega seinni tegundin!)

Þór í Vöðlavík í sumar- alls ekki lasinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Batakveðjur!

Ylfa Mist Helgadóttir, 11.3.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband