En amma- af hverju eru augun í þér svona stór?
10.2.2008 | 12:14
Ég á stórverkefni fyrir höndum. Verkefnið er svo risavaxið að ég bara hef mig ekki í að byrja á því. Það tengist fjölskyldumyndum. Nú fá fleiri hroll því ég þekki ansi marga í sömu stöðu. Með tilkomu "digital-myndavéla" heftur staða útprentaðra mynda breyst æði mikið. Ég viðurkenni það hér og nú að ég hef ekki framkallað mynd- fyrir utan jólakoratmyndir- síðan vikuna áður en Þór (yngsta barnið mitt) fæddist. Þrumuguðinn er nú kominn vel á þriðja ár...
...ekki nóg með það! Heldur eru þær rúmlega 700 myndir sem ég fékk senda úr framköllun tveimur dögum áður en ég fór á fæðingardeildina enn í bunka inni í skáp, ekki komnar í albúm! Ég skammast mín að segja frá þessu...
...ég held ég sé að flækja þetta fyrir mér að óþörfu. Tæknin er svo mikil, það er hægt að skerpa, klippa út, taka bólur og nánast setja fólk í hárlengingu með tilkomu Photoshop. Draumurinn minn er þó ekki að breyta útliti barna minna- sem eru makalaust vel sköpuð, heldur að reyna að ná því besta út úr hverri mynd, með tilliti til birtu og lita. En það er rosalega mikil vinna að fara yfir hverja einustu mynd, þegar þær skipta þúsundum! Úff, verð bara uppgefin við það eitt að hugsa um það...
...nú er Hans Pedersen að auglýsa "tiltektartilboð" á hörðu diskum heimilanna. Auglýsingin hitti mig nánast beint í hjartastað. Hreyfði í það minnsta aðeins við mér. Það er greinilega eitthvað meira óframkallað heldur en aftur til ársins 2005 því þessa hér fann ég. Þetta er ekki Þór. Þetta er Bríetin mín, líklega tæplega tveggja ára. Augun í barninu eru engu lík og ekki hafa þau minnkað...
Athugasemdir
Haha! Ég á einn svona eygðan! Þvílíkir skjáir¨..
Veistu, ég á þúsundir mynda í tölvunni minni líka og VERÐ að fara að gera eitthvað í því. Á ekki eina einustu mynd "á blaði" af yngsta syninum en mörg albúm af þeim elsta... skammarlegt.....
Ylfa Mist Helgadóttir, 12.2.2008 kl. 02:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.