Alvöru band spilar ekki eitthvað rugl!

Þór er fjögurra ára. Það er Sebastían vinur hans líka. Litlir strákar með stór áform. Sögðu mér á dögunum að þeir væru alltaf að æfa fyrir hljómsveitina sína í leikskólanum. Þeir hyggðust vera í rokkhljómsveit þegar þeir yrðu eldri. Þór ræddi málin svo enn frekar í fataklefanum í morgun...

Þór; Við Sebastían ætlum að æfa í hljómsveitinni í dag

Móðir; Nú jæja, það var gaman. Hvað ætlið þið að spila?

Þór; Green Day og Sting! Eða bara Sting held ég. Green Day merkir grænn dagur. Okkuur finnst það skrítið nafn...

...já, hljómsveitarmeðlimir verða auðvitað að huga að lagavali og nöfnum á sveitum sem á að "kovera". Það gengur ekki að vera að pikka upp lög hljómsveita sem heita bara eitthvað út í bláinn, það er nokkuð ljóst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessir snillingar :)

Það er sem ég segi fluga á vegg nálægt þeim og helst að hún hafi videovél til að taka þá upp :) :)

Lotta (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 19:06

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

efnilegur!

Ylfa Mist Helgadóttir, 29.3.2010 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband