Örverpið

Fjögurra ára skvísaÉg er- og hef alla tíð verið litla systir. Besta systir bræðra minna, enda sú eina. Eina sanna. Eldri bróðir minn Sigþór á einmitt afmæli í dag. Fagnar því að vera orðinn alveg eldgamall. Árin eru orðin 45 og Jói minn er 43. En ég, unglambið. Alltaf bara 17! Merkilegt alveg, þó svo að þeir verði alltaf eldri og eldri þá finnst ég mér standa í stað...

Bræðurnir voru 11 og 13 ára þegar prinsessan mætti á svæðið. Með látum. Daginn sem mamma kom heim með hvítvoðunginn smáa rétt eftir áramótin 1976 kusu kauðar að fara upp í fjall og vera þar daglangt. Daglangt og létu ekki sjá sig fyrr en þeir þorðu ekki annað en að koma heim, þegar dagsbirtu naut ekki meir. Voru líklega feimnir við þá stuttu...

Á brúðkaupsdegi mínum stóðu þeir upp og töluðu, með mömmu. Rifjuðu upp gamla tíma, allt frá upphafinu. Þessari setningu gleymi ég aldrei og líklega engin þeirra sem veisluna sátu; "Við hefðum nú frekar viljað eignast hund!" Já einmitt. Þeir bræður hefðu frekar óskað þess að hafa íslenskan fjárhund á heimilinu heldur en mig. Sögðu líka frá því þegar þeir pössuðum mig fyrst að kveldi til, þegar foreldrar okkar fóru á hjónaballið svokallaða. Eitthvað lét ég víst illa af strjón, svo illa að þeim þótti ástæða til þess að ná í mest útskornu kristalsglösin og skála þegar ég loks sofnaði...

Elsku Sissó- til hamingju með daginn. Ég ætla að skála fyrir þér, í appelsíni við Bríeti og Þór.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, ég er sem sagt búin að hringja æði oft í son þinn unglinginn!! Ég er ennþá með gamla gsm- númerið mitt. Bjallaðu endilega í mig eða sendu mér línu þegar þú hefur færi á :) finn ekki nr. þitt :(

Knús. magga

Magga (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 23:28

2 Smámynd: Hanna Björk Birgisdóttir

Æi, þú ert alltaf svo sæt. Fyrir hönd mannsins míns, þakka ég innilega fyrir afmæliskveðjuna. Hann þakkar einnig kærlega fyrir sig. Í dag held ég að hann myndi heldur kjósa systurina en hundinn!!!! Ástarkveðjur til ykkar allra frá okkur. Hanna Bj.

Hanna Björk Birgisdóttir, 17.8.2008 kl. 18:12

3 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Svo sæt mynd af litlu prinsessunni á Borg.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 17.8.2008 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband