Bræðslan, árviss viðburður upp frá þessu

Frábær helgi að baki. Ákvað á elleftu, já eða jafnvel á tólftu stundu að fara á Bræðslutónleikana á Borgarfirði eystra í gærkvöldi, en átti jafnframt að vera í stórmerku "100 ára afmæli", þ.e.a.s. tvöföldu fimmtugsafmæli. Dauðlangaði á tónleikana og fór að lokum við annan mann, eða vinkonu mína Jóhönnu Seljan...

Dauðskammast mín og vona að þið segið ENGUM frá, en þó svo að ég sé fædd og uppalin á Austurlandi, þó svo ég hafi alið mannin flest mín fullorðinsár á höfuðborgarsvæðinu, þá var þetta mitt fyrsta skipi á Borgarfirði!

Við svísurnar ákváðum að gera þetta að alvöru ferð og gista. Humm, gista já. Eigum við tjald? Nei. Er gistiherbergi laust um Bræðsluhelgina með nokkurra klukkutíma fyrirvara? Nei. Hugs, hugs...

En af stað héldum við vinkonurnar. Vopnaðar; Lopapeysum, sólgleraugum, bjór, frábærlega góðu skapi og tilhlökkun! Af stað! Keyrðum sem leið lá. Rokkuðum feitt og sungum hástöfum. Vorum búnar að fá helstu útskýringar á því hvert við ættum að fara til þess að rata á réttan stað. Keyrðum fram hjá Eiðum, mínum gamla skóla. Ummm, skemmtilegar minningar. Svo þegar við vorum komnar aðeins út í óvissuna urðum við dolfallnar! Vá! Ég er alveg heilluð. Get líklega sagt starfi mínu lausu hjá Alcoa og gerst trúboði, til þess að krúsa um landið og boða boðskapinn; Borgarfjörður eystri og nágrenni er líklega fallegasta svæðið á landinu...

Á leiðarneda komumst við að lokum. Lögðum Volvónum sem að lokum varð okkar næturstaður, gistum í bílnum eins og sannir rokkarar, þá stuttu stund sem við sváfum í nótt...

Tónleikarnir voru alveg frábærir. Magni byrjaði, því næst Páll Óskar og Monika en þau voru alveg frábær. Stemmningin í bræðslunni gömlu var engu lík þegar þau spiluðu sín bestu lög. Því næst steig Jónas Sigurðsson, gamall skólafélagi minn á svið við mikinn fögnuð nærstaddra. Áður en Þursarnir komu fram tóku svo tvær sveitir sem ég þekki ekki lagið og þá var komið að stóru stundinni- þeir eru alveg magnaðir, Þursaflokksmenn. Tóku öll sín lög og stemmingin var frábær...

Frábært kvöld. Hitti fullt af skemmtilegu fólki, bæði gömlum skólafélögum sem og öðrum. Það er alveg klárt að Bræðslan verður árviss viðburður hjá mér hér eftir og að ári rata ég klárlega á staðinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með næst takk!

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 19:33

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Oh... mig langaði afar mikið. En þetta er ekki beint skreppitúr fyrir mig. Er reynar búnað fá einn þursinn til mín alla leið úr Bræðslunni og get bara hlustað á cd-inn og látið hann dansa fyrir mig um leið ;)

Ylfa Mist Helgadóttir, 31.7.2009 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband