Forréttindi

Ég tel það forréttindi að vera í vinnu sem maður hlakkar til að fara í á hverjum morgni. Verð að vísu að viðurkenna að þó svo ég sé "á fertugsaldri" er þetta fyrsta alvöru vinnan mín. Hef stundað þá iðju hingað til að vera til skiptis í skóla og í fæðingarorlofi. Kannski bara gáfulegt- að klára það af áður en vinnukaflinn hefst...

Stúdent- Almar Blær, Kennaraháskóli Íslands/grunnskólakennari- Bríet, Háskóli Íslands/náms- og starfsráðgjafi- Þór. Já svona sirka gekk það til. Hef auðvitað droppað inn í sumarstörf og einstaka afleysingar hér og þar...

Er nú búin að vera ár hjá Alcoa Fjarðaáli. Var ráðin inn í mannauðsteymi svokallað. Þar var starfssvið mitt afar fjölbreytt og skemmtilegt, tók meðal annars ráðningarviðtöl við fólk, sá um grunnfræðslu, húsnæðismál og starfaði í ýmsum nefndum á borð við jafnréttisnefnd, árshátíðanefnd og sit í starfsmannafélaginu...

Já það er nóg að gera. Á dögunum skipti ég um vettvang innan Alcoa. Fór ekki langt, aðeins hinu megin við skápaeiningarnar. Fékk flutning yfir í teymi sem kallast upplýsinga- og samfélgasteymi. Þar er mitt aðal svið eiginlega blaðamennska. Þannig séð. Innan Alcoa Fjarðaáls er öflug upplýsingamiðlun og innri samskipti. Starfræktur er innri vefur sem kallast Fréttavefur Fjarðaáls. Hann virkar líkt og mbl.is þar sem við skellum inn nýju efni um leið og það gerist. Ég tek einnig alltaf eitt stórt viðtalvið einhvern starfsmann einu sinni í viku. Við flutninginn hélt ég öllum mínum nefndarstörfum og er nú í óða önn við að skipuleggja árshátíð fyrirtækisins ásamt fleirum, en það er í mörg horn að líta í 400 manna fyrirtæki...

En það er ekki sjálfgefið að fá tækifæri til þess að vinna við áhugamálið sitt sem í mínu tilfelli eru skriftir. Stundum sit ég við borðið mitt, horfi út á fjörðinn og hugsa hve magnað það er að fái borgað fyrir þetta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara skál í boðinu góða...

Langar að vera memm í þessum góða fíling...  Við þurfum eiginlega einn núðlu/kaffihitting þó ekki nema símafund á þetta bráðlega?? 

 Veit að þú ert að massa djobbið í nýja teyminu:-)  Stolt af þér!!

knús!

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 21:24

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Hvað fær maður þarna í laun? Ég er farin að hugsa í krónum EIINGÖNGU þegar ég hugsa um vinnu....

Ylfa Mist Helgadóttir, 5.3.2008 kl. 16:26

3 identicon

Ja Ylfa mín

Á maður ekki í hættu á að lenda bak við lás og slá ef maður upplýsir það í dag?

Krissa (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband