Mynda-leg helgi...

Skemmtileg helgi að baki. Fallegt veður og ég í afar miklu myndastuði, eins og alltaf. Ætla að skutla inn nokkrum hingað, svona fyrir sunnanmenn sem sakna okkar svo mikið...

Sjórinn í Stöðvarfirði var í rokna stuði!...samt var sallafínt veður...

Fórum á Stöddann í gær og klesstumst við Hönnu, Sigþóri, Viktori og Jónatan....

 

Almar Blær og Speni...Stúfur og SpeniJá nú erum við að tala saman!Obbosí!Úff- er þetta ekki einum of mikil meðferð?

Þau eru búin að fá sér rosalega sæta kisu- hún er algert krútt...

 

MágkonurnarAlmar Blær gerði sér lítið fyrir og bakaði muffins! Uppskriftin gleymdist á Reyðarfirði þannig að þessar  "dössuðu" í skál og það tókst! Eru því hér með útskrifaðar sem ömmur...

Jónatan einbeittur við verkið...Bríet er líka alveg með'etta......þetta er vandasamt verk......og ekki fyrir óvana!Listaverk!

Kökurnar tókust með eindæmum vel og hentuðu afar vel til skreytinga...

 

...ummm......krakkaspariglösin voru í notkun og allt!...þetta er bara fínt sko!Bakarinn smakkaði að sjálfsögðu......það var ekki mikið afgangs eftir kaffiboðið!

...og átu! Ummm...

Á heimleið...Reyðarfjörður, séð úr göngunum

Héldum svo heim, södd og sæl- himinlifandi að eiga svona skemmtilega fjölskyldu...

Svona var laugardagurinn okkar. Finnst ekkert betra en að eyða helgunum með grísunum mínum og hanga með fólki sem okkur þykir vænt um. Í dag tókum við enn fleiri myndir í góða veðrinu sem við deilum með ykkur seinna...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband