Kakódagur...

Það er svona kakódagur í dag. Kalt, blautt, grátt og vindur. Dagur sem best væri að kúra undir teppi allan daginn og lesa góða bók. Draumur. Það er komið haust, allavega austanlands. Mér finnst það kósí, voða kósí...

...leyfi að fljóta með nokkrum myndum af árlegu kakóboði (þessar myndir eru frá árinu 2005) sem við héldum alltaf í Árkvörninni. Gerðum það venjulega fyrsta í aðventu en þarna var greinilega liðið lengra á desember. Það var alltaf svaka stemmning þó aðeins væri um fimm manna partý að ræða, en allir fengu að drekka kakóið úr þynnsta postulíni og þá smakkast allt svo miklu, miklu betur...

Almar Blær í kakóboði......Bríet líka......ójá!...mamman bak við kertin......jú og pabbinn var þar líkaJá og Þór- ekki stór!Kakóboð eru svo kósí!...en þó þreytandi til lengdar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hummmm.. Þessi "vera" hlýtur titilinn: Ungfrú tilgerðarlegust allra tíma!.

You know what i mean! Gangi ykkur allt í haginn.

Hanna Björk (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 21:04

2 identicon

Ég sakna árkvarnar

Hlín mín (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 21:05

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Mmmmmmm.... heitt kakó!

Ylfa Mist Helgadóttir, 3.10.2008 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband