Mastersgráða í verkfræði nauðsynleg...

Hvað í dauðanum er málið með pakkningar utan um barnaleikföng? Það er nánast óvinnandi vegur að ná dótinu úr pakkanum án þess að vera með þrefalda mastersgráðu í verkfræði! Það er svo flókið og mikið vesen að maður nánast játar sig sigraðan, en með sláturhússhníf og jógaöndum hefst það að lokum...

Fjárfesti í Bratz-hesti í höfuðstaðnum sem mér var sagt að væri alger nauðsyn að eiga. Hann var innpakkaður í kassa. Þegar ég opnaði kassann var hann í plastboxi. Þegar ég braust í gegnum það var hestgarmurinn festur með 70 teygjum í plastboxið. Það tók u.þ.b. tíu mínútur að ná þeim með fagra faxið úr pakkningunum! Eins gott að vera með þrefalda mastersgráður í móðurfærði...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha, ha kannast einmitt við þetta með Bratz leikföng. Hef stundum verið nærri því að gefast upp við þetta. Og það er vitavonlaust að ætla eiganda leikfangsins að gera þetta sjálft !!

Sibba (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 19:22

2 identicon

Mér finnst allra fyndnast þegar á pakkningunum stendur "New easy open package"!  Vá, hvernig ætli sé að lenda á gömlu, erfiðu pakkningunum, maður!  Er fersk í pakkningadeildinni eftir 6 ára afmælið um helgina. Hélt ég yrði ekki eldri við að brjótast í gegnum Bratz og Baby Born pakkningarnar.

Hallan (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 23:11

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Láttu mig þekkja það.  Kaupi reglulega leikföng handa barnabörnunum og furða mig sífellt á þessari djöfullegu illkvittni sem liggur að baki umbúðunum.

Ég hef skorið mig.

Ég hef setið allt upp í klukkutíma við að losa dúkkuföt af pappa en hver skór, hver smáhlutur er njörvaður niður.

Hreinn og klár sadismi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.8.2008 kl. 10:08

4 Smámynd: Sigrún Sigurðardóttir

það þarf skrúfjárn til að ná bílunum úr pakkningunum, þekki lítið inn á stelpudótið í dag enda dömurnar vaxnar upp úr barbí og brats dúkkurnar voru ekki komnar á markaðinn á þeirra dúkkutímabili...

Sigrún Sigurðardóttir, 28.8.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband