Óþolinmæði

Jæja. Nú bara hef ég ekki tíma til þess að vera lengur á hækjum. Bara því miður. Tognaði og sleit liðbönd þarna fyrir rúmri viku og hélt virkilega að ég yrði orðin gangandi um miðja síðustu viku. En nei, nei! Ekki aldeilis...

Læknir hafði efasemdir um miðja viku að rétt hefði verið lesið úr röntgenmyndunum sem voru teknar á falldaginn mikla. Lét lesa úr þeim aftur en klóraði sér í haus þegar sama niðurstaða fékkst, ekki brot! Hann hefur sjaldan séð aðra eins áverka í tengslum við togn og slit og á mínum vesæla vinstri fæti. Sem sé. Ég er enn svo bólgin og blá langleiðina upp að hné að ég er ekkert farin að labba, varla farin að stíga í fótinn því þá fæ ég bara „stjörnur“ í hann og verð fjólublá! Arrrrgigarrrg!

Kannski ég verið framan á Vikunni eftir tvö ár með fyrirsögninni

„Með gerfifót frá Össur eftir liðbandaslit“.

Mæðgin

...kannski verður þetta forsíðumyndin af því ég verð orðin svo beisk kona!

Finnst þetta ferli vera orðið verulega óeðlilegt, en hvað veit ég svosem, hef ekki lent í slíku áður...

En eins og ég sagði þá hef ég bara því miður ekki tíma lengur. Ég er að fara á N1- mótið á Akureyri með frumburðinn. Og það annað kvöld. Er enn á hækjunum og hef því tæpa tvo sólarhringa til þess að verða góð. Verð varla með miklar kúnstir á hliðarlínunni, læt klappstýrudúskana og flikkflakkið eiga sig þetta árið...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlín mín (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 11:59

2 identicon

Shift væri grúví að eigasona

Hlín mín (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband