Batnandi konum er best að lifa...

Hálf skammast mín fyrirfram fyrir efni færslunnar. Það er þrennt sem ég gerði lengi vel aldrei og enn stendur eitt atriðið eftir. Ég hef aldrei skipt um bíldekk, nema meðan á ökukennslu stóð, ég dældi aldrei bensíni sjálf og grillaði ekki! Vona að feministinn Sóley vinkona mín lesi þessa færslu ekki!

En- eins og titillinn ber með sér þá er batnandi konum best að lifa. Ég er batnandi. Það er þónokkuð langt síðan ég réðst til atlögu við bensíndæluna, en mamma þreyttist ekki á því að gera grín að aumingjaskap mínum í þeim efnum! Þannig að eitt atriðið er í höfn. Í kvöld bættist annað af þremur á afrekalistann. Haldið ekki að frúin hafi smellt sér út á svalir og grillað ofan í mannskapinn! Jú, án þess að hika!

En um dekk skipti ég ekki. Líklega ekki fyrr en ég verð ein á ferð upp á fjöllum. Það er kannski gáfulegra að æfa sig einhverja helgina...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varð bara að smella einu hrósi á þig ;) já það er sko eitt sem ég þarf að kenna mínum manni..... að grilla!! en stórt stökk samt sem áður ;) og hvað var svo í matinn ??

en annars lærir maður þetta þegar maður er "sjómannskona" ! í raun þá þarf maður að vera bara í öllu..! svo jú ég neyddist til að skipta um dekk í vetur í fyrsta skiptið ;) og já í fyrsta skiptið ! en samt tókst bara bærilega við mikinn hlátur hjá unglingnum !!! fannst þetta ýkt fyndið að sjá mömmuna með tjakkinn!!! móðurinni var hinsvegar ekki hlátur í huga!! og jú bensínið er ódýrara ef maður dælir sjálfur (og þá tala ég um að eiga Ford bensín jálk!) þannig að grillið er mitt !! ennþá!

kv Hadda G

Hadda G (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 22:55

2 identicon

Fannst skondið að lesa þessa færslu, er ný búin að henda inn einni í svipuðum dúr.

Eina skiptið sem ég hef skipt um dekk var með aðstoð 4 ára sonar míns, sem í dag er orðin 17 ára. Hann sagði móður sinni til og hvatti hana áfram með  orðum eins og þetta verður allt í legi mamma, þú ert rosa dugleg ;-) Hef alveg látið þetta eiga sig síðan!!!

 Takk fyrir skemmtileg skrif,

kv, Sibba.

Sibba (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 08:36

3 identicon

Takk fyrir síðast! Þetta er eins og upptalning úr mínu eigin lífi :-) Ég er búin að yfirstíga þetta með bensíndæluna og ég hef grillað þó ég viðurkenni að það sé ekki í uppáhaldi og meðfædd hræðsla mín við meðferð gass blossi upp við slík tækifæri. Held alltaf að allt draslið springi í loft upp þá og þegar!!

En þetta með að skipta um dekk er enn ansi erfiður hjalli og ég bið alltaf bljúg til almættis og allra góðra vætta um að dekkin haldist heil á leiðarenda ef ég er ein á ferð á landsbyggðinni. Held að mér myndi alveg fallast hugur og hönd ef ég ætti að reyna að losa fjandans varadekkið úr stæði sínu undir bílnum!! Það er svo sannarlega ekki auðvelt verk. Er ekki bara málið að hringja í FÍB?

Hallan (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 11:04

4 identicon

Nú kemur kerla mér á óvart. Kristborg! Hvernig er hægt að komast í gegnum lífið  eftir sautján ára aldur án þess að dæla bensíni á bíla? (Kallað að vera bíldælingur). Hitt get ég betur skilið að þú hafið komist hjá. Ég hlýt bara að flokkast undir furðufugl í kvennaheimi, þar sem ég tel þessa þrjá liði bara sjálfsagða að gera og hef gaman af.

 En þú borðar ólívur og fetaost, er það ekki?

 Bestu kveðjur úr borginni!

Elsa (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 12:27

5 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Ohhh, ég veit Elsa, ég veit!

Ég skammast mín! En nú er bara eitt eftir! Er nú farin að dæla bensíni fyrir þónokkrum árum sko!

En jú ólífur og fetaostur, mikil ósköp. Líka skata, svið og hákarl! En þú?

Verð að segja Halla og Elsa, það jók saknaðarstigið til höfuðborgarinnar til muna að hitta ykkur um daginn, nú langar mig bara aftur...

Knús

Grillarinn

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 18.5.2008 kl. 13:08

6 identicon

það er sko sama hvað allar heimsins rauðsokkur segja ; ég vil njóta þeirra forréttinda að vera KONA. og eftirlæt því herramönnum að skipta fyrir mig um dekk. Ekki skammast þín fyrir að vera kona, þeir njóta þess að skipta um dekk fyrir okkur og AF HVERJU ekki að láta þetta eftir þessum elskum sem við viljum   jú ekki vera án, kv-ph

ph (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 17:20

7 identicon

Hahaha - las víst færsluna! Verð að viðurkenna að sjálfri finnst mér ekkert leiðinlegra en bílastand og geri eins lítið og hægt er í þeim málum. Iss - það er ekki hægt að vera góð í öllu!

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband