Heimsborgarinn Sara slött!

Hóf bloggferil minn á því að fjalla um eigin fatasmekk. Greindi frá því að ég ætti ekki nánast ekki spariföt í fórum mínum og myndi aldrei ganga í svörtum buxum með broti. Er nánast hálfgerður "skoppari". Nei kannski ekki alveg, en allt að því...

Einn morguninn ekki alls fyrir löngu vaknaði ég og var í öðru skapi en vanalega. Klæddi mig í þröngar gallabuxur, frekar fínan bol og pinnahæla. Fór í vinnuna að sjálfsögðu. Var ekki fyrr komin á "básinn minn" þegar stelpurnar byrjuðu...

"Noh, bara gella- gella"

"Vó, það er naumast- stendur eitthvað til?"

..þarna var mér farið að líða eins og ég liti alltaf út eins og alger drusla!

"Mín bara þvílíkt á fríkkunni, þú ert ekkert smá flott í dag. Þú ert svona...Söruleg"

...þetta var magnaðasta kommentið. Söruleg. Svísu-restin tók hugmyndina traustataki- og það sem eftir lifði dagsins var ég ekki kölluð neitt annað en Sara. Sara slött!

Líklega viku seinna vaknaði ég aftur í sambærilegu skapi. Vaknaði sem Sara. Það var eins og við manninn mælt, ég var ekki kölluð annað en Sara þann daginn. Djókið vatt upp á sig og búið er að klambra saman fortíð Söru!

Hún kemur semsagt og leysir Krissu af í blaðamennskunni í Alcoa þegar hún þarf frí. Sara er ekki í vandræðum með það þar sem hún hefur unnið í NY í áraraðir sem einn þekktasti pistalhöfundur borgarinnar. Er náin vinkona gellanna í Sex and the city- drekkur alltaf með þeim cosmó á föstudögum. Hún hefur einnig setið fyrir á öllum helstu forsíðunum!

Í síðustu ferð sinni á klakann dró hún vinkonu sína og samstarfskonu með sér sem leysir Mörtu vinkonu Krissu af þegar hún þarf að sinna börnum og buru. Vinkona Söru heitir Ísabella. Hún er álíka slöttí gella og Sara og er farin að dúkka upp í tíma og ótíma á Mörtu bás. Hvar endar þetta...

...á því miður ekki myndir af þeim vinkonum Söru og Ísabellu en þið getið prófað að "glúggla" þær- hljóta að dúkka upp einhverjar forsíðumyndir af þeim stöllum! Ekki má það minna vera...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband