Árshátíð um árshátíð...

Það er gersamlega magnað hvað ég klúðra mér endalaust í "hliðarverkefni" í vinnunni! Held að árið 2007 hafi ekki nokkur hátíð farið fram hér innan veggja án þess að ég hafi tekið af mér slatta vinnunnar. Kannski helgast það af því að vinna í þessum "mannauðsgeira" en í námi mínu í náms-og starfsráðgjöfinni forðum var mikið talað um að slíkir einstaklingar soguðu að sér það sem aðrir "hafa ekki tíma til". Ég hef svo sannarlega ekki meiri tíma en aðrir hér innanhúss- bilíf mí, en þetta er bara svo gaman...

Nú fer ég fyrir árshátíðanefndinni og að skipulegga slíka hátíð í rúmlega 400 manna fyrirtæki er dágóður slatti. Þar sem um vaktavinnustað er að ræða verður allt keyrt tvisvar í gegn, tvær helgar í röð og alveg er búist við um 300 manns í hvort skipti! Að sjálfsögðu er ég ekki ein í rokkinu, heldur skipaði ég með mér heila hersveit. Nefndin hefur þurft að bregða sér í allra kvikinda líki til þess að redda málunum. Setja sig í bissness-stellingar til þess að tæla til okkar frambærilega hljómsveit, klæða okkur í álföt og gerast fyrirsætur fyrir auglýsinga-myndatöku og nú í þessum töluðu orðum ætlum við Martan mín að gerast textahöfundar fyrir upphafsatriði nefndarinnar! Jebb, jebb! Verð að láta álpappírsmyndina af nefndinni að fljóta með...Nefndin rokkaða!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband