Stærðin skiptir ekki máli! Eða hvað?

Allir kúldrast á náttfötunum hér í Tungu rétt í þessu. Eins og svo oft nú um jólin. Ég ákvað þó að klæða mig í fyrra fallinu, svona ef einhverjir afmælisgestir velta inn úr dyrunum hjá mér í dag...

Bríet og Þór eru að horfa á barnaefnið í stofunni. Þar er myndband milli teiknimynda. Með gaurunum úr Botnleðju, þar sem þeir syngja frumsamið barnalag. Heita Heiðar og Halli að ég held...

Þór ærist úr hlátri. Stekkur að sjónvarpinu og bendir....

Þór; "Hann er með skegg, þessi- samt er hann ekki kall!"

Bríet; "Víst er hann kall Þór."

Þór; "Nei, ég er ekki að meina þessi," (segir hann og bendir á Heiðar) "Ég er að meina ÞESSI," segir hann og bendir á Halla. "Hann er EKKI kall Bríet!"

Bríet; "Þór. Hann er víst kall. Hann er bara smá lágvaxinn!"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku beta mín...hefði komið í kaffi ef þú værir nær...hafðu afmælisdaginn þinn eins og þú vilt.....knús á krakkana...

Kveðja

Anna.

Anna Kristmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 11:42

2 identicon

Elsku besta átti þetta að vera

Anna Kristmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 11:43

3 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Takk fyrir það Anna mín- ohhh, það hefði nú verið notalegt...

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 2.1.2010 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband