Af barnamergð og væntanlegri kirtlatöku

Sunnudagur. Sunnudagur, plús það að eiga verðandi fermingarbarn merkir kirkjusókn. Únglíngur þurfti að snara sér fram úr bæli sínu mun fyrr en aðra helgidaga til þess að hjálpa til við sunnudagaskólann. Ég fór með litlu grísina á eftir honum- við verðum orðið verulega vel upp alin í vor...

Fór með tvö börn í skólann en kom heim með fjögur. Stuð. Vinkonu fyrir Bríeti og vin fyrir Þór. Síðan þá hafa tvær vinkonur bæst í hópinn þannig að mér telst til að ég sé þessa stundina með sex börn, sjö ára og yngri á mínu framfæri. Það er alveg með ólíkindum hvað þetta félagasamsull gengur alltaf vel en mér finnst mun auðveldara að vera með ofmannað en undirmannað í þeim efnum...

Sjálf er ég þó drulluslöpp. Má ekki fá ungbarnakvef þá er ég orðin lasin. Fer allt beina leið í kinnholurnar á mér og til hátíðabrigða umbreytist allt í streptokokka. Stökk á tækifærið um daginn og fór til háls-nef og eyrnalæknis þegar hann var staddur hér í fjórðungnum. Sagði mínar farir síðustu ára verulega ósléttar. Að ég tæki yfirleitt ca þrjá til fjóra penisilínkúra á vetri. Hann sagði að kirtataka væri málið, en það væri þó eitthvða sem ég yrði algerlega að gera upp fyrir mig hvort ég væri tilbúin í;

Læknir; "Já, samkvæmt sögunni þinni þá eru þessir kirtlar ekki að gera neitt nema að þvælast fyrir og rúlega það. Það er ekkert mál, ég get tekið þá í vetur- en ert þú tilbúin í það?"

Ég; "Tilbúin í það? Mér finnst ég svosem ekki hafa mikið val um það, ekki get ég torgað fjórum pensilínskömmtum á hverjum vetri, er það?"

Læknir; "Nei, kannski ekki, en ég vil samt vara þig við. Í fyrsta lagi er þetta ógeðslega vont. Í öðru lagi er þetta ógeðslega vont. Og í þriðja lagi er þetta ÓGEÐSLEGA vont! Það kemur fullorðnu fólki alltaf á óvart hvað þetta er mikil pína að ganga í gegnum"

...ó jesús. Svo talaði doksinn um blæðingahættu viku eftir aðgerð og að ég myndi hvorki hreyfa legg né lið í 10 daga á eftir, heldur bara vera í bómull og fullri þjónustu. Bless vinna og bless kúltúr einstæðrar móður- í tíu daga frá aðgerð þá tek ég hvorki slaginn minn í slaginn minn í vinnunni eða sinni hlutverki á við tvo fullorðna eins og ég geri hér á heimili mínu...

...en. Held ég verði að láta slag standa. Bara taka ofurhetjuna á þetta og freista þess að ég fái bót meina minna. En óskemmtilegt verður það, það veit bæði Guð og læknirinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er djöfulli vont að láta rífa úr sér á fullorðinsaldri.... Ænó.... Ég fékk þessa fínustu sýkingu og alles og spjúaði blóði. Dead sexy.

En ég get lofað þér því að það er slimming.....

Hlín mín (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 23:40

2 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Allamalla. Man það eins og gerst hefði í gær. Uppi urðu fótur og fit þegar maddamman mætti í skírnarveislu Þrumuguðsins (sem samkvæmt spádómum átti að heita Bangsímon) þar sem fólk hélt að þar væri uppvakningur á ferð, en þá var það vesturbæjarfrökenin, hundveik af tökunni!

Svei attan! En, læt mig hafa það- fyrst þetta er á við dítox, en ekki veitir af fyrst ég er enn töluvert þyngri en þú, og ég þó alls ekki með fullan maga af barni!

Knúúúús***

p.s. ætla að fara að leggja inn pöntun fyrir sameiginlegu hönnuninni okkar- þeirri appelsínugulu á eldhúsvegg! Víííííhhhh...

...golla, leistar, órói, svarthol, festi...

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 6.10.2009 kl. 00:05

3 identicon

Já, þetta virkar sem megrunaraðferð.  Er a.m.k. 3x ógeðslega vont en heilsufarið verður allt annað. Mér fannst kvalirnar alveg þess virði, allavega eftirá.

Sesselja (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband