Vantar einhvern gallabuxur? Ekki Bríeti í það minnsta...

Fatasöfnunarpoki Rauða krossins er kominn í hús. Bríet spurði af áhuga hverju sætti, hvað ætti að gera með þennan poka. Ég svaraði því til að ef menn væru aflögufærir um fatnað, ef eitthvað væri í skápunum sem við myndum aldrei nota þá ættum við frekar að setja fötin í pokann og skila honum til Rauða krossins og þaðan færu þau til fólks sem þyrfti á þeim að halda...

Bríet; "Já, svoleiðis. Þá skulum við gefa allar gallabuxurnar mínar. Mér finnst mjög óþægilegt að vera í gallabuxum."

...annars langar mig helst að gefa allan fataskápinn minn til Rauða krossins þessa dagana. Langar frekar að ganga um nakin en í nokkru úr honum. Það er eins fallegt að NIKITA-sendingin mín http://nikitaclothing.com/ sé rétt handan hornsins. Jibbí...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frökenin í Rimanum er hjartanlega sammála vinkonu sinni. Gallabuxur eru af hinu illa og einungis til þess fallnar að gefa þær!

Hallan (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 11:04

2 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Já, gallabuxur eru verkfæri djöfulsins- í það minnsta klæðnaður frá neðra! Á neytendaskrá eru einvörðungu íþróttabuxur og þægilegheit- enda ósköp eðlilegt, þó svo að mæður þessa lands skotri oft augunum að óþarfa smartheitunum...

Knús í kot, verð að fara að heyra í þér- kannski ég geri það bara á morgun!

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 6.10.2009 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband