Tíu ár liðin frá samruna A-bekkjarfélaga!

Er í borginni. Alltaf næs, finnst mér. Hanga með vinkonum og leika túrista í miðbænum. Gerði hvorutveggja í gær, en stemmningin var "útlandaleg." Í fyrsta lagi var veðrið alveg magnað, í öðru lagi var Hátíð hafsins og í þriðja lagi var landsleikur í fótbolta við Hollendinga. Allt þetta gerði það að verkum að stuðið í bænum var sem aldrei fyrr...

Hitti svo stelpurnar mínar í Kennó í dag. Áttuðum okkur á því að í haust eru heil tíu ár frá því við kynntumst, en við hófum okkar skólagöngu haustið 1999. Svo langt er síðan að ég átti bara eitt þriggja ára gamalt barn og ekki gsm-síma! Hvernig fúnkeraði það?

Allavega. Þá erum við að hugsa um að hafa "hitting" fyrir allan bekkinn í haust sem væri algerlega magnað. Margt hefur breyst á þeim tíu árum sem liðin eru, börnin okkar teljast í tugum en fæstir eru að kenna. Það verður ótrúlega gaman að rifja upp gamla tíma og rifja upp óborganlegan þriggja ára tima sem einkenndist af endalausri samveru í hópverkefnum, miklu djammi og öðrum skemmtilegheitum. Vona svo sannarlega að af gleðskapnum geti orðið, áfram A-bekkur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúlegt að það séu liðin 10 ár!!

Er að sakna þín mega. Illilega haldin fráhvarfseinkennum eftir allan þennan klessing. Knús og sakn!

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband