Viðskiptahugmynd2

Staður: Alcoa- Suðurlandsbraut

Stund: Nú rétt í þessu

Ég gekk um gólf hér fyrir hálftíma vegna óstjórnlegrar sykurlöngunar. Fimm mínútum síðar kemur annar félagi inn, vopnaður vínarbrauðslegju. Þeinks god, þeinks god- morgninum bjargað...

Morgunkaffisamræður í eldhúskrók:

Starfsmaður1: "Krissa, hvaða búð er verið að opna hérna niðri, í plássinu sem Edda útgáfa var?"

Ég: "Sýnist það vera svona heilsu-eitthvað. Lífrænt ræktaðar baunir og safar, svona annað Maður lifandi fyrirtæki."

Starfsmaður2: "Hvernig væri að stofna Maður deyjandi fyrirtæki? Selja steiktar kótilettur, löðrandi í smjörlíki?"

...já, það er spurning. Allavega viðskiptahugmynd... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elska kotilettur í raspi syndandi í smjörlíki.. ala amma, nammi namm..

Lilja (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband