Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Þriggja ára- já takk!

 Æj. Þessa dagana væri ég helst til í að vera þriggja ára. Ekki hafa hugmynd af þessu krepputali og djöfulgangi. Í stað þess að vera að kafna í vinnu, hlusta á niðurdrepandi volæðisfréttir og borga 20.000 kall fyrir hvert skipti sem maður stígur fæti sínum inn í ,"lágvöruverslunina"- myndi ég taka þátt í morgunleikfiminni á Rás1 með ömmu Jóhönnu, vaða í pollum og erfiðasta ákvörðun dagsins væri hvort ég ætti að leika með monsur eða dúkkulísur!

Bara krútt

...þetta erum við Gummó, æskuvinur minn sem er mér sem bróðir enn í dag. Það var ekkert vesen í þá daga, allavega ekki hjá okkur!


Kósíljós...

Djöfull (afsakið orðbragðið) er ég alltaf ógeðslega ánægð með mig þegar ég er búin að gera eitthvað á heimilinu sem ég gerði aldrei meðan ég var í sambúð. Það eru svo sem engin "geimvísindi" að negla nokkra nagla, ég segi það ekki- en ég hefði örugglega ekki gert það ef ég væri enn með húsfaðir á heimilinu...

...en serían er loksins komin í gluggann og er það vel!


Sunnudagur til sælu...

Set inn sunnudagsmyndirnar líka vegna "fjölda áskorana"...

Bríet og jólakötturinn með NY í baksýn...Bræður á leið í morgunkaffi til ömmu JórunnarKósí í ömmuhúsi......þar liggur maður á gólfinu og blæs kúlu með pleymókörlunumBjútifúl

Byrjuðum á því að fara í morgunkaffi í ömmu&afahús, það gerist ekki mikið meira kósí en það...

Bríet við Þór lét ekki plata sig í rómantíska hópmyndatöku- á stuttbuxunum í frostinu!Er til eitthvað fallegra?...verið að græja klakabyssuna!Upprennandi kvennagull?...já- það er nokkuð ljóst!

...þaðan lá leiðin í hefðbundna sunnudagsmyndatöku! Nei, kannski ekki alveg- en við erum ansi dugleg með myndavéina. Fórum fyrir ofan hús, þarf ekki langt til þess að komast í skemmtilegt umhverfi. Stóru eru orðin sjóuð í þessum endalausu myndatökum og láta sig hafa það en þrumugðuinn nennir helst alls ekki að standa í þessu og mótmælir reglulega...

 MömmukossAllir í kross...Knús......og meira...

...svo var skipt um ljósmyndara. Alltaf þegar líður á seinni hluta "töku" verða litlir fingur óþolinmóðir á að fá að "skjóta" líka. Myndirnar þeirra eru oft langflottastar...

Almar BlærEinlæg gleði!...jább......í stuði!Brasi litli...Þór í júníforminu!

...við eigum allavega úr nægu að velja fyrir jólakortið!


Mynda-leg helgi...

Skemmtileg helgi að baki. Fallegt veður og ég í afar miklu myndastuði, eins og alltaf. Ætla að skutla inn nokkrum hingað, svona fyrir sunnanmenn sem sakna okkar svo mikið...

Sjórinn í Stöðvarfirði var í rokna stuði!...samt var sallafínt veður...

Fórum á Stöddann í gær og klesstumst við Hönnu, Sigþóri, Viktori og Jónatan....

 

Almar Blær og Speni...Stúfur og SpeniJá nú erum við að tala saman!Obbosí!Úff- er þetta ekki einum of mikil meðferð?

Þau eru búin að fá sér rosalega sæta kisu- hún er algert krútt...

 

MágkonurnarAlmar Blær gerði sér lítið fyrir og bakaði muffins! Uppskriftin gleymdist á Reyðarfirði þannig að þessar  "dössuðu" í skál og það tókst! Eru því hér með útskrifaðar sem ömmur...

Jónatan einbeittur við verkið...Bríet er líka alveg með'etta......þetta er vandasamt verk......og ekki fyrir óvana!Listaverk!

Kökurnar tókust með eindæmum vel og hentuðu afar vel til skreytinga...

 

...ummm......krakkaspariglösin voru í notkun og allt!...þetta er bara fínt sko!Bakarinn smakkaði að sjálfsögðu......það var ekki mikið afgangs eftir kaffiboðið!

...og átu! Ummm...

Á heimleið...Reyðarfjörður, séð úr göngunum

Héldum svo heim, södd og sæl- himinlifandi að eiga svona skemmtilega fjölskyldu...

Svona var laugardagurinn okkar. Finnst ekkert betra en að eyða helgunum með grísunum mínum og hanga með fólki sem okkur þykir vænt um. Í dag tókum við enn fleiri myndir í góða veðrinu sem við deilum með ykkur seinna...


Prófessor Almar Blær...

Almar Blær var jafn forn og risaeðla á sínum yngri árum...

Staður: Á keyrslu á leiðinni til Reykjavíkur eftir sumarfrí fyrir austan

Stund: Árið 2001 (Almar Blær fimm ára)

Stöddinn

"Ég er búinn að stækka alveg rosalega mikið þessar tvær vikur sem við vorum fyrir austan. Það er víst fjallaloftið sem ber ábyrgðina á því"


Í gullskóm í frostinu

Skellti mér út í gaddinn í gullskóm dag til þess að taka nokkrar myndir af uppáhaldsfyrirsætunum mínum...

Það er komið haust!Töluvert flotturBríet og jólakötturinn StúfurÞór

 

 


Kakódagur...

Það er svona kakódagur í dag. Kalt, blautt, grátt og vindur. Dagur sem best væri að kúra undir teppi allan daginn og lesa góða bók. Draumur. Það er komið haust, allavega austanlands. Mér finnst það kósí, voða kósí...

...leyfi að fljóta með nokkrum myndum af árlegu kakóboði (þessar myndir eru frá árinu 2005) sem við héldum alltaf í Árkvörninni. Gerðum það venjulega fyrsta í aðventu en þarna var greinilega liðið lengra á desember. Það var alltaf svaka stemmning þó aðeins væri um fimm manna partý að ræða, en allir fengu að drekka kakóið úr þynnsta postulíni og þá smakkast allt svo miklu, miklu betur...

Almar Blær í kakóboði......Bríet líka......ójá!...mamman bak við kertin......jú og pabbinn var þar líkaJá og Þór- ekki stór!Kakóboð eru svo kósí!...en þó þreytandi til lengdar!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband