Skondnar umræður...

Fyrri umræða;

Staður; Kvölmatarborðið

Stund; í liðinni viku

Persónur og leikendur; Móðir, Bríet og Þór

Þór; Mamma, ert þú kærastan hans pabba?

Ég; Nei, það er Rebekka

Þór; Ó, já

Bríet; Ég er með tvo kærasta!

Ég; Noh. Hverjir eru það?

Bríet; Hlynur og Hilmir. Eða sko, ég er þeirra- en þeir eru ekki mínir...

...já, þetta er ekki einfaldur málaflokkur, það vita allir!

 

Seinni umræða;

Staður; Í bílnum

Stund; Í gær

Persónur og leikendur; þeir sömu og í þeirri fyrri

Persónur og leikendur eru í leik þess efnis að ungviðið segir fyrsta staf á orði og hinir tveir eiga að giska á hvaða orð er. Úldin skata bar á borð...

Ég; Ummm, mannstu Bríet á Þorláksmessu í fyrra, þá smakkaðir þú skötu. Ég ELLLLSKA skötu!

Bríet; Já, skötuna sem þú veiddir í Breiðdalsánni í fyrra sumar. Eða, nei- þú festir bara krókinn í botninum!

...jújú. Ég er enginn veiðimaður. Ósagt skal látið hvort að úldin skata syndir um í Breiðdalsánni en ég fór þó óneitanlega þangað í laxveiði í fyrra. Það eina sem ég áorkaði var að botnfesta þannig að Jói bróðir þurfti ítrekað að koma mér til bjargar. En ekki þarf að þræta um dásamleika skötunnar, er farin að telja niður í Þorlák...

Bríet varð að sjálfsögðu að prófaNei, alls ekki- þessi er sviðsett!Flottastur!

Skatan úldna komin á land!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband