Af snaróðum sjóræningjum!

Ef þið hélduð að í Tungukoti hefðu aðeins aðsetur ein mamma, þrjú börn og einn köttur- þá er það mikill misskilningur. Á degi hverjum dúkka upp hinir ótrúlegustu hliðar-ábúendur. Ósýnilegir leynivinir, talandi hundar, extra-pabbar, extra-mömmur, minns, þinns og okkas. Á stundum koma við hinir ferlegustu sjóræningjar, sumir þeirra svo grimmir að ég þarf að sofa við ljós eftir...

Staður: Leiksviðið í innri sfofunni í Tungukoti

Stund: Sunnudagur, eftir mjaltir

Persónur og leikendur:

  • Sjóræningi 1; Þór
  • Sjóræningi 2; Sebastian Andri

Félagarnir dunda sér í stofunni. Húsmóðir er reglulega kölluð til í betri stofuna, vinsamlegast beðin um að fá sér sæti og njóta leikhússins. Á dagskránni eru ýmis verk, en þó fer aðalpúðrið í að æfa hneigingar, sem er jú stór hluti listarinnar!

...þegar áhorfandi hefur laumað sér frá heyrir hann útundan sér að hann er í þann mund að missa af dramantískustu senu dagsins;

Sjóræningi 1; "Vinur. Hvað eigum við að hafa í matinn?"

Sjóræningi 2; "Börn!"

Sjórængin 1; "Já, það er góð hugmynd sjóræningi. Grillum þau!"

...úff, úff, úff. Nei, það er ekki alltaf friðsælt í Tungu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dúddamía, það er svo hressandi að lesa bloggið þitt Krissa - hefurðu ekkert spáð í að gefa út bók? Ég myndi allavega kaup´ana

Ellen (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 10:11

2 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Jú sææææææl og takk fyrir síðast, kaffi, köku og spjall...

Jú, jú- það er á planinu, að gefa út bók. Með stútfullan haus af allskonar stöffi, þarf bara að fara að framkvæma. Þú færð áritað eintak, svona fyrst þér finnst skrifn lofa góðu

Ég mæli svo eindregið með því að þú droppir við í Tungukoti fljótlega, þ.e.a.s ef þú ert ekki hrædd við sjóræningja eða risaeðlur

KvK

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 6.10.2009 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband