Skiptum einstæð út fyrir sjálfstæð!

Nú er húsmóðirin í Tungu hálfnuð með sitt sumarfrí með öllum sínum fjölmörgu börnum...

Við gerðum víðreist á dögunum. Lögðum land undir fót fyrstu dagana í júlí og brunuðum til Reykjavíkur til þess að knúsast með vinum og ættingjum. Pakkaði börnum, buru og töluverðu magni af fötum í "löggubílinn" og hélt af stað. Suðurfyrir. Dem. Maginn á Bríeti er augljóslega ekki gerður fyrir langferðir og vorum við komin á þriðja dress á Höfn í Hornafirði...

Suður komumst við og kepptumst við að heimsækja alla þá sem við söknum lon og don meðan við erum heima hjá okkur. Auk þess að dvelja í höfuðstaðnum vorum við í sumarbústað í Efstadalsskógi og í Borgarfirði. Fyrir viku héldum við svo heim á leið. Norðurfyrir...

Stoppuðum á Akureyri og fengum inni hjá Möggu vinkonu eina nótt. Þór upplifði sitt stærsta móment hingað til þar sem húsbóndinn Rolf er svo ALVÖRU slökkvuliðsmaður og bauð okkur í einkatúr á slökkvustöðina! Vó, vóh og hólímóli! Þór og Bríet fengu að setjast upp í alla bruna- og sjúkrabílana sem til eru á Akureyri og eru þeir þónokkrir, og BARA flottir!

En heima er best. Það er þó alltaf niðurstaðan...

...það er eitt sem ég átta mig þó ekki alveg á og veit ekki hvort ég á að kaupa. Hugsa að ég geri það ekki. Það er allt það endalausa hrós sem ég hef fengið fyrir "dugnaðinn." Fólki finnst ég alveg makalaust dugleg að hafa farið tíu daga hringferð ein með börnin mín. Humm. Hugs, hugs. Veit ekki alveg...

...bara alls ekki. Ég hugsa mig ekki sem "einstæða" móðir. Ég vil hugsa mig sem "sjálfstæða" móðir sem hika ekki við neitt og geri bæði það sem gera þarf og nákvæmlega það sem mig og okkur langar. Fannst þetta allavega ekkert tiltökumál eða sérstakur dugnaður. Bara gaman og ekkkkkert mál!

ÞrumuguðBríet gengur undir nafninu Skögultönn um þessar mundir!Únglíngur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var dásamlegt að fá ykkur í heimsókn og skilaðu kveðju til litla slökkvuliðsmannsins frá þeim stóra, held að hann hafi skemmt sér álíka vel og sá litli :)

 Knús

Magga (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband