Kristborg Bóel frá Uppsölum hefur loks gefið sig fram á allan hátt...

Heimsins fráskildasta konan er augljóslega ekki heimsins duglegasti bloggarinn!

Undarleg páskahelgi að baki hjá mér. Ég var ekki með börnin mín og tók því þá ákvörðun- sem fólki fannst almennt undarleg- að fara og vera ALein í sumarbústað á Einarsstöðum. Fannst það vera eitthvað sem ég þurfti á þessum tímapunkti. Eftir viku sótthita og hálsbólgu, með öll börnin mín hjá mér var ég alveg búin með hvert einasta batterí!

Pakkaði niður tölvunni minni, vinkonum mínum frá New York, páskaeggi númer fimm, náttfötum og rauðvínsflösku og hélt í útlegð. Kom í skóginn á skírdag og kom ekki til baka fyrr en nú um hádegi. Dvölin var hin ánægjulegasta. Mesta hvíldin á amstri hversdagsins þykir mér fólgin í því að komast út úr þeirri rútínu sem fjögurra manna heimili fylgir. Að dagurinn klárist ekki með góðu nema 47 verk klárist, og það í hárréttri röð!

Félgasfríkin Kristborg Bóel Steindórsdóttir tróð sér því í gatslitna prjónapeysu Gísla á Uppsölum og hitti hvorki kóng, prins eða prest frá fimmtudegi til mánudags. Má vera að það sé saga til allavega þarnæsta bæjar en konan sú er þekkt fyrir að una sér best í góðra vina hópi. Eini maðurinn sem ég talaði við "feis tú feis" þennan tíma var maðurinn í Hraðbúðinni  þegar ég spurði hann hvort hann ætti tómata...

Ansi mörgum Sex and the city þáttum síðar, páskaeggi í maga númer fimm, páskamáltíð sem var AB-mjólk með púðursykri, fjölmörgum hugmyndum og æðisgengnum hugljómunum síðar er ég komin til byggða. Hvet alla til þess að vera einir um stund. En ég er búin að fá mig fullsadda af því í bili og er að verða allt of sein í páskakjúklinginn hjá Jóhönnu minni Seljan!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað þú ert hugrökk kona.. En flott hjá þér.

Hafdís Rut (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 18:08

2 identicon

Blessuð!

Mikið er gott að sjá uppfærslu á síðunni. Hélt að lyklaborðið hefði hlaupið útundan sér og haldið til hafnar!

Einarsstaðir eru fínir staðir og jafnframt getur verið þarft að eyða tíma með Carrie og co.  Félagsskapur slíkra kvenna er nægur, - svona stundum.

En hvernig er þetta með Tunguna? Eru myndir væntanlegar?

Gleðilega páska kæra vina. Heimsins fráskildasta kona er jafnframt heimsins vænsta kona. Knúsaði smáfólkið frá okkur öllum. 

Elsa. 

Elsa (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 22:46

3 identicon

Einarsstaðir klikka ekki.  Lifi enn á huggulegheitunum frá í fyrra...;-)

Æ bara skál í boðinu gullið mitt!

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband