Hark og hörmungar

Ó mæ god! Stundum líður mér eins og ég sé stödd í falinni myndavél. Eða einhverri lélegri mynd þar sem ég er djókið. Sumir dagar eru súrari en aðrir. Yfirleitt er gaman í vinnunni en stundum ekki. Í dag var einn af síðari sortinni. Í fyrsta lagi var ég sein af stað í morgun og það fer alveg með mig, mér finnst það ferlega óþægilegt, enda steingeit þið skiljið...

Ofan á það kom rigning ofan í 27 metra jafnfallna snjóinn sem lagðist yfir Reyðarfjörð á dögunum þannig að massa krapi liggur yfir öllu saman. Viðbjóður. Ekki nóg með að verða rennandi blaut við að sækja úrill börnin mín þá festi ég bílinn fyrir utan leikskólann...

Þór tók svo æðiskast í búðinni svona til þess að kóróna allt saman, þannig að við fengum ALLA athyglina í Krónunni, gaman, gaman! Druslaði öllum vælandi, grenjandi og rennandi blautum í bílinn, plús vörunum sem kostuðu 5000 kall þó svo ég væri ekki að kaupa neitt! Óþolandi!

Endaði svo á því að festa bílinn aftur í götunni, skál í botn í boðinu!

Kom svo heim og íbúðin lítur út eins og Gasa-svæðið, ji minn einasti! Verð að fara að taka á umgengni barna minna, það er á hreinu! Er að spá í að leggjast á gólfið og orga, svona eins og Þór þegar hann er í óstuði. Ætla samt að enda þennan sjúklega boríng pistil á myndum frá því í laxveiðinni okkar í sumar, með Jóa bróður í Breiðdalsánni...

Þór við Breiðdalsána...afar einbeittur, enda alvöru mál!Bríet tekin við stönginni......og Þór fylgist spenntur með!...allt að gerast...Hvernig væri að Almar Blær tæki við veiðinni...Vúúúhú! Þeir lönduðu þessum stórlaxi í sameiningu frændur!Geggjað stuð!Veiðimaðurinn mikliBríet varð að sjálfsögðu að prófaÆtli ég geti þetta líka?Nei, alls ekki- þessi er sviðsett!Flottastur!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Endalaust mikið skál í  botn í boðinu barasta rýjan mín.  Knús á þig bara og svo legg ég ekki meira á þig.

Kallmí annars örstutt í kvella ef þú getur....

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 18:45

2 identicon

fáðu þér bara sherrytár.. þá verður allt betra

Hlín mín (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 22:39

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ahahaha! þekki svona daga! Þeir eru bestir þegar maður er búinn með þá ;)

Ylfa Mist Helgadóttir, 22.1.2009 kl. 21:07

4 identicon

Svona dagar eru bara hrikalega súrir!

Ég lenti í því að festa mig líka fyrir framan leikskólann, sat í bílnum rauðari en andskotinn í frman og spólaði eins og vitleysingur en ákvað svo bara að rugga mér úr ruglinu, bara fyndið......eftir á sko!

Rannveig (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 15:34

5 identicon

Stundum langar manni að vera lax!!!???

bali (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 18:48

6 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Já, fólk er mis-æst í að vera lax, það blundar þó stórlaxadraumur í flestum!

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 26.1.2009 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband