Pottaskefill kann gott að meta og éta...

Hæ, hæ og hó, hó- Pottaskefill heiti ég.

Þetta er nú meiri leiðinamaskínan, þessi uppþvottagræja sem að er á öllum heimilum í dag. Verður til þess að engir pottar eru óhreinir, hvergi er hægt að lauma sér og fá sér væna innansleikju. Grýla er ekki með slíkt tæki þó svo hún sé alltaf með okkur bræðurna í mat. Hún fer bara og skolar af öllu saman út í læk svona einu sinni í mánuði.

Mamma er mikill kokkur og ég er uppáhalds matargatið hennar. Sumir okkar bræðra erum ekki duglegir að borða matinn okkar, eins og til dæmis Þvörusleikir, þess vegna er hann svo mjór. Sumir eru óskaplega matvandir og eins og Skyrgámur en hann er soddan væluskjóða og fer yfirleitt í vont skap ef mamma ætlast til þess að hann borði eitthvað annað en skyr og rjóma. Ég hins vegar borða alltaf það sem mamma eldar fyrir okkur og það sem meira er þá þykir mér það allt saman gott! Þið vorðuð nú einhverntíman búin að heyra talað um uppáhaldssúpuna mína, en það er jólasúpan sem er alltaf á undan bolanum sem við steikjum á jólunum. Ég bíð spenntur eftir að fá hana allt árið og ég  gef hér upp uppskriftina þannig að þið getið prófað hana um jólin:

 

15 lítrar af vatni

2 kíló af hvönn

Ein fata lúpínufræ

Brekkusniglar í skel

Marflær

15 Máfabringur

Mosi eftir smekk

Ánamaðkar (því meira því betra)

Piss úr jólakettinum

 

Þetta er svo allt saman soðið í potti yfir hlóðunum í nokkra daga og borið fram með rúgbrauði sem hann Leppalúði bakar. Þetta er alveg himnesk hollusta og bragðgæði  og ég vona að þið sjáið ykkur fært um að prófa

Vonandi nýtast vettlingarnir þér vel Bríet mín, ég frétti svo seint hvað þig langaði mest í, en kannski að hinir bræður mínir geti laumað því til þín næstu daga. Einnig vona ég að Þór sé ánægður með rauða kaggann, það er nú varla annað hægt!

Kær kveðja- Pottaskefill


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan dag Pottaskefill, á mínu heimili er til geisladiskur með ýmsum uppl. fyrir jólasveina nútímans, þú skalt bara byðja frúna á heimilinu sem þú fékkst að fara í tölvuna hjá, að koma við hjá mér einhvern daginn og fá afrit. Þetta eru ýmis ráð fyrir ykkur blessaða karlana til að létta ykkur og kenna á nútíma þægindi. Frábært að þið skulið flestir vera tölvuvæddir. góðar sögurnar ykkar. knúsaðu fjölskylduna sem lánaði þér tölvuna....kv/petrea

petrea (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 13:39

2 identicon

Vildi bara kasta á þig kveðju og óska ykkur öllum gleðilegra jóla

Linda (Mýri)

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 10:12

3 identicon

Mikið lifandi skelfingar ósköp væri nú gott að geta skroppið yfir í almennilegt fundarhald með málefnalistann á lofti .... Þoli ekki hversu langt er á milli stundum,,,´

Lov og sakn

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband