Sitt hvað og lítið eitt...

Ég er skömmuð á öllum vígstöðvum fyrir lélagan fréttaflutning. Fer kannski bara að kópera fréttirnar sem ég skrifa í vinnunni minni um ISOvottun, öryggisátak, árangur á vírasteypuvélinni og bólusetningar. Það væri kannski ráð, þá væri þetta bloggsvæði mitt alltaf yfirfullt...

Nei, nei, það er svosem af nægu að taka. Ég semsagt skúbbaði mér hér inn í Tungu fyrir hálfum mánuði og hef það fínt. Það er einhver annar andi í svona gömlum húsum heldur en nýjum. Eitthvað svo faðmandi, ég get ekki sagt það öðruvísi. Almar Blær er alveg sammála mér, enda gömul sál eins og ég...

Bríetin mín ekki lengur hálf-sex, heldur al-sex. Missti svo LOKSINS, LOKSINS fyrstu tönnina í vikunni og er alsæl með árangurinn. Að vísu var lítið fútt í skarðinu sem varð eftir missinn þar sem fullorðinsframtennurnar nýju voru komnar upp á bakvið...

Miklar umræður hafa verið um Grýlu og Leppalúða hér upp á síðkastið. Hvort þau séu dauð, kannski bara orðin gömul og lasburða eða kannski enn fullu fjöri og éti kannski litla krakka í morgunmat, hádegismat og kvöldmat. Við höfum fallist á millistigið, þ.e. að þau séu orðin gömul og grá, slöpp séu steinhætt að borða börn, hafi snúið sér alfarið að grænmetisfæðinu! Það er miklu skárra en að jarða vesalingana, færi þá ekki allt stuðið úr þessu? Annars fáum við alltaf fréttir af því sem er að gerast í Grýluhelli þegar bræðurnir fara á stjá, því einhverra hluta vegna skrifa þeir okkur alltaf langt bréf á hverjum degi sem fær að fljóta með skógóssinu...

Ætla að skutla inn nokkrum myndum frá síðustu helgi, en þá var mikið að gera- jólaföndur, glímumót, lúðraspil og afmæli...

Bríet einbeitt í föndrinuGlímukappi að fara á völlinn!Komma so......klofbragð!SilfurmaðurinnSpilirí, nánast í fiskimaga!Góðir félagar!GamanMesti gæinn á öllu svæðinu!Frændurnir flottu!Meiri afamynd- Afi Rúnar með strákinn sinnGrísamamma


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afþakka víraupplýsingar og hugsanlegar vangaveltur um álverð:)

Þetta er myndarleg hrúga í nýju Tungu-horni. Svei mér ef þú lítur ekki út fyrir að vera tólf ára sjálf! Til hamingju með það!

Svo ég haldi frekjunni áfram...fæ ég ekki myndir af slotinu að innan. Svona af því að ég kem ekki alveg á næstu dögum í kaffi og með'í!

Elsa (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 23:18

2 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Datt það svosem í hug góan að þú myndir ekki kæra þig um innanherbúðaupplýsingum um álverið! En það má reyna að bjóða þér hvað sem er

En jú, jú- það ætti að vera gerlegt að mynda slotið að innan, þá kannski stenstu ekki mátið og flýgur í kaffi til mín, myndi græja gómsætt boð sem væri alveg ástæða til þess að spæsa í flugmiða, skonsur með sírópi líkt og forðum, já eða "litla kexið" sem þér finnst ég eiga einkarétt á. Nokkuð búið að fenna í sporin þrátt fyrir miklar vegalengdir?

Annars er voða margt að segja sem ekki er við hæfi á "opnu svæði"- það er símtólið við fyrsta tækifæri. Fer IKEA nokkuð á höfuðið þó svo ég steli af starfsmannastjóranum tveimur mínútum, kannski í fyrramálið. Tékkaðu á sketsjúalinu og sendu mér "smess" um hentugan viðtalstíma. Lofa 1200 orðum á mínútu á innsoginu!

Knúúúúúúúús*

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 7.12.2008 kl. 23:32

3 identicon

Var að sjá svarið fína...bjalla á morgun bara:)

Elsa (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband