Lömunarveiki?

Vá hvað ég er glötuð í fréttaflutningi! Alveg! Nóg er um að vera, það vantar ekki. Markaðurinn gekk vel, stemmningin var mjög skemmtileg og salan bara fín. Reyndar var töluvert um "innanhússviðskipti" en frökenin kom heim með kjól, tvö pils, vesti, skó og stígvél! Ussuss...

Við erum að flytja! Aðeins innanbæjar þó. Gamall draumur minn er að rætast því alltaf þegar ég kom hingað í sumarfrí spurði ég tengdaforeldra mína þessarar spurningar: "Er Tunga til sölu?" Tunga er gamalt og sjarmerandi bárujárnshús með sál. Ég verð á hæðinni og í risinu með gormana mína þrjá, dámsemd bara. Ætla að koma mér þangað inn um helgina þannig að Bríet heldur upp á 6 ára afmælið sitt í töluvert eldra húsi! Það magnaðasta er að þetta er fjórða húsið sem ég flyt í á Reyðarfirði á þessum tæpu tveimur árum og öll- já öll eru þau númer 12b! Ekkert grín...

En læt fylgja með mynd af okkur síðan á fjölskyldudegi sem teymið mitt stóð fyrir um daginn...

Við krílin......og meira...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er sjaldan lognmollan. Ég verð að koma í Tungu...það er ljóst. Þú verður búin að koma þér þar fyrir kortéri eftir kassaburð ef ég þekki þig rétt. Gangi ykkur vel!

E

Elsa (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 23:52

2 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Korteri eftir kassaburð. Þar hitti mín naglann á höfuðleðrið! Þekkir sína. Plön helgarinnar er einmitt að flytja OG koma sér fullkomlega fyrir- enda ekkert mál fyrir Jón Pál!

Planið er að kaupa bara ruslapokarúllu að þessu sinni, demba öllu fjandans góssinu sem í kemst og henda í sendiferðabíl. Fá svo einhverja vaska til þess að henda þessu inni með mér og hókus pókus, það verður orðið afmælisfært eftir helgi! Enda ekki seinna mikið vænna, barnið verður að fara að ná bekkjarfélögunum í aldri sjáðu til!

Já, það er ljóst. Mæðraorlofið mikla verður haldið þar. Á öllum hæðum, tja nema kannski í kjallaranum, ekki nema Tinnu lítist vel á okkur!

Lognmolla? Er það eitthvað orð sem er notað þarna fyrir sunnan?

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 20.11.2008 kl. 00:22

3 identicon

Myndir takk - af Tungu. Fyrir þá sem búa í fjarlægari endanum...

Kossar og knús!

Hallan (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 13:16

4 identicon

Já sæææælll...myndir og það í gær.

Elsa (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 20:58

5 identicon

Jahérnahéralveghreint....

Það er sko hreint ekki lognmollan góða.  Bara bing bara búmm.  Það verður deffinetlí orðið veislufært  hjá þér áður en fólk nær að líta við.  Það er alveg ljóst...bara að enginn verði fyrir þegar mín mun fara um með ruslapokana -þjáð af skipulagsveikinni sem við þekkjum svo vel....;-) 

Hlakka til að sjá -skoða - já og vonandi drekka kaffi  í Tungu...

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 22:53

6 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Nei

Það verður flautað fyrir horn áður en frökenin gengur fyrir horn með pokana, svona rétt eins og öryggisreglur Fjarðaáls hljóða upp á! En- mín nær rétt að skúbba inn dótinu á laugardaginn, raða, hanna, sjæna og græja áður en hún flýgur vængjum þöndum í borgina! Hver og hver og vill og verður að veita flækingi húsaskjól?

Knús

K

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 20.11.2008 kl. 23:06

7 identicon

Mi sófi- su sófi og það veistu góða.  Endilega ef þú vilt nýta þér hann...Já en mundu bara að flauta á undan þér...:-)

Knús!!!

 H

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband