Þjóðleg helgarplön...

Var með þjóðleg- og stór plön fyrir helgina. Ætlaði, já og ætla að pakka liðinu niður í tösku og fara til mömmu. Áformaði að taka slátur, gera fiskibollur og byrja á lopaeysunni sem mig langar svo mikið í. Af þessum þremur arfa smörtu atriðum stendur aðeins eitt eftir...

...búið er að redda fiski í bollufjall en mamma talaði mig af því að gera slátur, sagði það barasta ódýrara að kaupa það ósoðið í Bónus. Ég lét segjast. Náði svo því miður ekki að spá í uppskrift af peysunni þannig að ég get ekki byrjað á henni, það er DEM!

En, semsagt, það er fiskibollugerð, fjöruferð og almennt hang og kless á helgardagskránni. Næs. Lofa að taka myndavélina með að vanda...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djöfulsins leti er þetta Krestborgh. ;o)

Ó manstu þegar mútta fékk fælniskastið og rauk á dyr, þegar við mættum með vambir og blóð og skelltum á eldhúsborðið.

Allavega er ég búin að kaupa og ætla að taka..... svona þegar og ef ælupest og augnsýkingar hafa yfirgefið heimili vort.

Knús

Hlín mín (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 21:21

2 identicon

Allur fullur aðdáunar í það minnsta eru plönin góð.  Kemur næst þetta með peysuna.

kveðja

Dofri Þórðarson (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband