Lögheimili: Kartöflukofinn á Stöðvarfirði

Eins og margoft hefur komið fram er ég sveitalubbi að upplagi. Ólst upp á Stöðvarfirði þar sem þögnin var svo mikil að árniðurinn truflaði höfuðborgarbúa sem fengu gistingu á ferð sinni um landið. Bílaumferð var ekki mikil og hvað þá flugumferð. Man einu sinni að sumarlagi þegar Ómar Ragnarsson flaug yfir á Frúnni og ég fékk algert fælniskast, hélt það væri að skella á stríð og langaði að loka mig inn í kartöflukofanum hans pabba!

Mér líður svolíðið eins þessa dagana. Langar að fara með krakkana og loka mig inni í kartöflukofanum í brekkunni. Taka með Lúdó og allar bækurnar eftir Astrid Lindgren. Ekki hlusta á fréttir eða hvað þá síður hitta annað fólk, þar sem kreppufrítt svæði virðist ekki vera til...

Læt þessa fylgja með...

Skvísur á góðri stund

...vinkonurnar Freyja og Bríet í sveitinni í sumar. Þær eru ekki í nokkurri einustu kreppu! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað við eigum falleg börn...!

Held að málið sé bara að tala Stelluna á þetta...mæta vandamálunum með bros á vör þar sem þau eru þarna til að takast á við...enginn kartöflukofi neitt en ég skil samt veeel hvað þú meinar..

 Men hvað ég hlakka til að hittast bráðum...hvernig var aftur Rvk planið?  Heyrumst næstu dægrin góða. Lov H

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 22:32

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Er pláss fyrir fjögurra manna fjölskyldu í kofanum hjá ykkur?

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 14.10.2008 kl. 09:31

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef svona kartöflukofatilfinningu líka.  Úff.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.10.2008 kl. 09:40

4 identicon

Ég pant líka... má Eyglóin fylgja með?

Hlín mín (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband