Skuggalegur náungi...

Við systkinin áttum börn með eins árs millibili. Ég og Sigþór bróðir. Sigþór var á undan og eignaðist strák með Hönnu sinni í júní árið 2004. Hlaut hann nafnið Jónatan Emil. Jónatan í höfuðið á pabba og Emil- já bara út í loftið. En Emils nafnið var þó vel til fundið, þar sem gaurinn sá er allur hinn öflugasti...

...var ég búin að glotta mikið að kauða en hann er uppátækjasamur með eindæmum. Hefði mátt spara það því Þór er smækkaður Jónatan. Þeir eru áþekkir í líkamsbyggingu og minn gefur "stóra" frænda lítið eftir. Mér finnst alltaf gaman að horfa á Jónatan og "sjá" hvernig Þór verður ári síðar, en aðeins er rétt rúmt ár milli þeirra...

Frændurnir á Skógardeginum mikla í Hallormsstað

...varð að deila þessu hérna með ykkur, þetta er er magnað atriði! 

 http://hannabb.blog.is/blog/hannabb/entry/643749/

...kannski Þrumuguðinn ógni löggunni að ári?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband