Amen á eftir efninu- já, að vísu brandari þar á milli!

Það er fátt heitara en kúkur&prump þegar maður er þriggja ára. Ji minn einasti. Strax að Faðirvorinu loknu fann Þór sig knúinn til þess að skalla inn einum brandara:

"Sa va einu sinni gúgu sem prumpaði svo mikið í gósettið að hann fór út í sjó til hágallinn"

Sykursætur þrumuguð...í kjölfarið upphófst brjálæðislegur hlátur skemmtikrafts! Amen á eftir efninu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Hann er ekkert smá skemmtilegur þrumu guðinn! Og svo eru þau nú alveg dýrðlega falleg börnin þín öll þrjú......

Mér finns enn eins og nördarnir Almar Blær og Bryndís Sæunn eigi eftir að hittast í framtíðinni - og ræða um lúpínu......

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 24.9.2008 kl. 15:23

2 identicon

Fékk allt í einu hugmynd þess efnis að bóka helgarsull/húsmæðraorlof á næsta ári eystra. Líklega er það bleiki drykkurinn sem kallar:)

Þessi hugmynd tengist þó ekki bloggi dagsins.  

Elsa (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 17:49

3 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Já Krisín mín- þau eiga líklega eftir að ræða saman um lúpínustofninn og fiskeldi! Algerir nördar. Sé fram á að flytja í höfuðstaðinn eftir 4 ár, því hann fer örugglega í MH eða einhverja álíka nördastofnun!

Guð já Elsa- mikið var að þér datt þetta í hug, mæ god. Um leið og Loginn bjarti sleppir spena þá tökum við orlof- mæ, mæ god! Hér er allavega mun meira stuð og havarí en í borginni- það veistu!

Knús á línuna- stóra sem smáa!

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 24.9.2008 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband