Guðfræðineminn í guðdómlegu buxunum, en ekki mikið lengur...

Aumingja vesalings Gunni minn http://grj.blog.is/blog/grj/...

Buxurnar fræguFátækur námsmaður sem kemur á heimaslóðir á sumrin til þess að vinna fyrir næsta skólaári. Ég hef haft augastað á gallabuxunum hans í allt sumar. Um er að ræða eldgamlar, illa farnar gallabuxur, rifnar að neðan og með íklesstum smurningsblettum. Sem sagt, guðdómlegar. Ég hef dæst af unun og horft öfundaraugum á buxurnar í allt sumar. Komið því pent að hvað ég væri til í að eiga þær...

Þegar ég hafði tjáð honum buxnaást mína í 43 skipti, dæsti piltur og sagði. "Þú mátt eiga þær eftir sumarið- ef þú passar í þær". Sjálfum datt honum ekki í hug að hann væri að skjóta sig í fótinn þar sem hann hafði ekki nokkra einustu trú að ég kæmi þeim upp kálfana á mér hvað þá alla leið. Kom svo að því tveimur dögum seinna að þær pössuðu líklega á lengdina en hann hefði áhyggjur af víddinni...

Þegar ég í gær sat á neðri hæðinni og sötraði kaffi með þeim mæðginum, Gunna og Stínu stóð ég upp og sagði að nú værir komið að því, buxnamátuninni! "Já"- sagði Gunni, "gerðu svo vel, þær liggja á gólfinu inni í herbergi." Hef það svo eftir áræðanlegum móður-heimildum að meðan ég var í mátunarklefanum hefði hlakkað í Gunna og hann sagt; "þetta verður gaman að sjá"...

Því var það sigri hrósandi gallabuxnaeigandi sem kom rogginn fram með allt upp um sig! Nú tel ég bara niður að námsmaður setjist á skólabekk og troði í sig guðsorðinu á ný. Nei, nei, það er voða huggó að fara í kaffi til Gunna í tíma og ótíma! En gallabuxurnar, þær eru svo sannarlega mínar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sigurðardóttir

Þurfum við þá að fara að safna í hattinn fyrir nýjum buxum á frænda úr því að hann er búin að tapa þessum einu sönnu   Knúsaðu drenginn minn (Gunnar) frá mér næst þegar þú hittir hann.....

Sigrún Sigurðardóttir, 12.7.2008 kl. 17:41

2 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Innlits-kvitt.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 12.7.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband