Úti er ekki veður vont!

Verðum við ekki að fjalla aðeins um veðrið? Bara smá svona. Í stuttu máli eru allir hálf brenndir enda hefur ekki nokkur stigið fæti inn í hús síðan fyrir helgi. Hitinn hangir í tuttugu stigum dag eftir dag, bara dásemd!

Við erum svo bjartsýn og glöð í sólinni að við ætlum að svindla rækilega og halda upp á 12 ára afmæli Almars Blæs á morgun þó svo að hann verði ekki árinu eldri fyrr en á mánudaginn. Það er ekki annað hægt en að nýta slíka tíð í að halda barnaafmæli, finnst nánast að ætti að standa á leiðbeiningunum; "Barnaafmæli- notist utandyra!" Matseðillinn verður einfaldur og góður eins og veðrið, fiskisúpa Eyglóar og grillaðar pylsur!

Annars var snáðinn sá að spila á vortónleikum tónlistarskólans núna í kvöld og stóð sig frábærlega eins og alltaf. Ég er alltaf jafn stolt og hissa á því hvað hann er orðinn klár á þetta hljóðfæri en franskt horn er sagt eitt erfiðasta blásturshljóðfæri sem hægt er að finna!

Verð að láta fylgja með mynd af sveitastráknum síðan um helgina, Þrumuguðinn lét sig hafa það að "halda á" lambi! Bara flottastur...

Sveitastrákur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband