Lúlli laukur, Blámann og Daníel sullskór...

Mikið ofsalega fer barnaefnið sem sýnt er í dag í taugarnar á mér. Auðvitað er eitthvað ágætt inn á milli en almennt þykir mér það innantómt. Ég veit svosem ekki hvort að teiknimyndirnar sem ég horfði í æsku voru troðfullar af þörfum boðskap, en þær voru allavega góðar, glaðar og bjartar. Ekki uppfullar af verum sem enginn veit hvað er eða hvað þær eru almennt að gera! Uppáhaldið mitt var...

SmjattpattarnirSmjattpattarnir. Þeir voru æði. Jóna jarðaber og Lúlli laukur. Ég vorkenndi honum alveg sárlega hann var svo mikil væluskjóða. Samt svo mikið krútt eitthvað. Svo brómberjabræðurnir, man ekki hvað þeir heita, Bogi og eitthvað held ég. Í Smjattpattabænum voru allir vinir, góðir og sælir...

klaufabárðarnirKlaufabárðarnir voru einnig til sýninga þegar ég var á mínum yngri. Ég fékk þá reyndar í tölvuna um daginn og þvílík gleði við endurfundina. Þeir eru það flottasta. Tékkneskar brúður held ég. Algerir klaufar eins og nafnið gefur til kynna. Gleymi seint þættinum þegar þeir voru að baksast með píanóið upp á aðra hæð, það gekk alls ekki þrautalaust fyrir sig...

Blámann og mamma hans, Bóthildur, voru einnig í uppáhaldi hjá mér. Sem og Daníel sullskór. Báðir þessir þættir voru þegar ég var pínupons og því man ég aðeins óljóst eftir þeim...

Vildi óska að sjónvarpið gæti dustað af þessum gömlu spólum og skellt þeim í tækið. Þá myndi ég kannski frekar nenna að setjast niður með afkvæmunum og horfa á sjónvarpið með þeim...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já og mikið sakna ég Línunnar. Jeminn eini.

Elsa (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 21:44

2 identicon

Línan, Einu sinni var og sú kemur tíð.  Jú blámann var fínn líka... smjattpattar voru ekki í boði í mínu ungdæmi.

Hlínmín (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 23:00

3 identicon

Klaufabárðarnir eru engum líkir og ég man svo sannalega eftir píanóþættinum. Krakkar virðast gera mjög miklar kröfur til þess sjónvarpsefnis sem þau horfa á - ekki horfandi á nema svæsnar bardagateiknimyndir sem við foreldrarnir þurfum að líta undan í laumi og troða fingrunum í eyrun af hræðslu. Já má ég þá heldur biðja um línuna og klaufabárðana, ekki líklegt að fá martraðir af því - eða hvað

Magga (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 17:29

4 identicon

Heyr heyr...

Við gerðum nú heiðarlega tilraun hér í den til að breyta heiminum Krissa mín. Manstu? Með PlÖGG í hendi og allt,  uppábúnar upp í Rúv?   "Those where the days..."

En já klaufabárðarnir voru æði.  Einu sinni var er nú sýnt á laugardagsmorgnum.   Ég fékk ljúfan nostalgíuhroll við þá endurfundi....

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 23:00

5 identicon

þremill þyrniber....var það það ekki 

Erla Dögg Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 23:08

6 identicon

Ja, ég er nú orðin svo gömul að ég man þá tíð þegar litasjónvarp var komið á Borg en ekki hinum megin við götuna og maður bjó sig upp á til að horfa á Prúðuleikana í lit hjá með besta vini á Borginni. Það var undravert að sjá Kermit svona skærgrænan allt í einu!!

God, hvað ég er orðin gömul...   Maður á náttúrulega ekki að afhjúpa sig svona á opinberum vettvangi

Hallan (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 08:45

7 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Já Halla mín. Þinn besti vinur á Borginni gat verið minn versti óvinur þegar að sjónvarpsglápi kom- Jói bróðir minn. Gleymi því ekki þegar Húsið á sléttunni var og allir í heiminum horfðu á það. En ég? Nei heii! Ekki að ræða það, þó svo mig dauðlangaði það. Jói sagði að slíkt ógeð væri ekki í boði og hann stóð fyrir sjónvarpinu!

Svo gat hann verið bestur í heimi við mig á milli, druslast með mig á skellinöðrunni eða í hjólbörum! Já, stórir bræður, það er sér þjóðflokkur!

Knús og klemm í Rimann

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 23.5.2008 kl. 10:23

8 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Eg keypti alla DVD diskana með klaufabárðunum þegar ég fór til Tékklands fyrir þremur árum. Línan, Tommi og Jenni og Húsið á sléttunni.... toppurinn!!

Ylfa Mist Helgadóttir, 23.5.2008 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband