Ó borg mín borg...

ReykjavikSit á skrifstofu Alcoa Fjarðaáls í Reykjavík og horfi út. Mitt aðsetur er að sjálfsögðu alla jafna fyrir austan en fyrirtækið hefur einnig skrifstofuhúsnæði á Suðurlandsbrautinni. Þar kem ég stundum til þess að funda, taka viðtöl- eða eins og núna, á námskeið í gær og í dag. Er á fimmtu hæð með útsýni yfir laugardalinn. Það er orðið mun sumarlegra hér heldur en fyrir austan en þar ku víst vera vetraríki hið mesta! Jakkkkkk!

Er búin að vera sunnanlands síðan á mánudagskvöld en fer aftur austur í kvöld. Þó svo ég finni hve ljúft það er að ala börnin upp úti á landi þá þykir mér alltaf jafn gott að koma "heim" til Reykjavíkur. Skrapp í Árkvörina í gærkvöldi, en þá finnst mér ég fyrst vera komin heim- þegar ég keyri upp í Ártúnsholtið. Hvað tíminn líður ótrúlega hratt. Fór til Gunnu vinkonu og það sem Ásgeir og Hafdís Lilja hafa stækkað, ji minn einastsi. Eða þá litla skrípið "srænka" mín hún Eygló! Það ætti að banna þessum krílum að vaxa svona hratt þegar maður er svona langt í burtu!

Best verður þó að koma í krakkafaðm í kvöld. Afhenda Þór sláttuvélina sem er búin að vera á óskalistanum síðan síðasta sumar. Það hefði kannski frekar verið ástæða til þess að fjárfesta í snjóblásara!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hm...með útsýni yfir Laugardalinn. Hver vinnur aftur í Laugardalnum, með útsýni upp á Suðurlandsbrautina?

Er kellingin alveg dottin út af heimsóknarlistanum ? Ég hefði nú getað boðið þér í mötuneytið í hádeginu ef ég hefði vitað af þér, gæskan.

Knúsíkrús 

Hallan (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 18:06

2 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Ohhh- einmitt!

Þarf að fara að skipuleggja suðurferðirnar mun betur. Taka tvo fyrir í hverri ferð! Annars verðum við Bríet í bænum um Hvítasunnuhelgina, gætum vel þegið vöffluboð þá...

Knús

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 30.4.2008 kl. 19:54

3 identicon

Takk fyrir innlitið Krissa mín.  Kveðja úr Árkvörninni

Gunna (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband