Mál að halda áfram...

Jæja, það er líklega kominn tími til þess að sýna lífsmark hér! Enda fer það að verða möguleiki, árshátíðarnar báðar að baki og smuga að fara að hugsa um eitthvað annað! Sú seinni var haldin með glæsibrag í gærkvöldi- og lukkaðist hún með miklum ágætum...

Get þá einnig farið að sinna "vinnunni" minni, það er mínu starfi í Upplýsinga- og samfélagsteymi Alcoa Fjarðaáls. Við í nefndinni lögðum okkar störf 95% til hliðar síðustu tvær vikur. Því meira sem við gerum og græjuðum fyrir djammið, því meira bættist við fannst okkur! En- það var algerlega þess virði. Set inn myndir þegar þær berast mér- kannski koma þær bara á undan í Séð & Heyrt en það var "paparatsí" frá þeim að snattast þarna í allt gærkvöld...

Hei- ég held að vorið sé komið, svei mér þá! Ef það fer að snjóa aftur þá panta mér pláss á heilsubælinu!

Merkilegt. Gerist alltaf það sama hjá mér á hverju vori, alltaf fyrstu daga vors! Þá hellist yfir mig einhver mögnuð ofvirknibylgja! Svo öflug að hún jafnast NÁNAST á við þá sem ég fer í síðustu þrjá mánuði meðgöngu! Það er svakalegt. Þá er ég með orku á við Kárahnjúkavirkjun- finn ægilega þörf fyrir að skúra allt og skrúbba, fara út að skokka, taka fiskibollur, kleinur og skinkuhorn! Held að ég hafi samtals lagt mig þrisvar sinnum á mínum þremur meðgöngum, herre gud!

En, vorkastið er álíka. Þá langar mig alltaf brjálæðislega til þess að þrífa allt, skipuleggja, komast í betra form en nokkru sinni, skokka, ganga á fjöll og láta yfirleitt verstu látum. Finn að kastið er á leiðinni. Hvernig væri að tappa vororkunni á flöskur og sturta í sig í skammdeginu! Ekki að ég finni fyrir skammdegis-súrheitum, alls ekki- en hitt er bara svo magnað. Veturinn er óneitanlega búinn að vera langur, en jafnframt afar viðburðarríkur og kósí!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband