Fyrsta skíðaferð vetrarins...eða ekki!

Stór dagur í dag. Átti loks að drattast með allan skarann á skíði í Oddskarð. Veðrið lofaði góðu og veðurspáin á netinu lofaði því einnig, ekki átti að fara að snjóa eða vinda fyrr en seinni partinn...

Það er þó ekki gert í einum grænum að græja þrjú afkvæmi á skíði. Eftir að hafa kaffært liðinu í lopa og flísefni var græjum og börnum hrúgað í bílinn og af stað. Nauðsynlegt var að koma við og kaupa smá nesti, svona ef að hetjur entust langt fram á nótt í fjallinu! Kókómjól og snúðar- klassi. Einnig var komið við í útivistarbúllunni og fjárfest í skíðagleraugum handa Þrumuguðinum, barni númer þrjú- sem var varð gersamlega himinlifandi og gólaði; "Vá! Módóla-gelauju fi mi" (vá- móturhjólagleraugu handa mér!) Jebb jebb, hann er allavega til í að kaupa sér krossara, eins og mamma hans...

En af stað var haldið. Þegar komið var yfir á Eskifjörð byrjaði verulega að snjóa og vinda. Demit. Ekki skánaði það þegar komið var upp í skarð. Fólk var að pakka sér inn í bíla og svæðinu að loka. Fjandinn bara. Móturhjólakappinn sofnaður í bílstólnum og allt í volli. Það var ekki annað að gera en að reyna að gera gott úr þessu. Hvernig? Jú- með nestinu! Lögðum bílnum og borðuðum nestið, ég meina er það ekki partur af prógrammet? Held það nú...

...en þannig var fyrsta alvöru skíðaferð vetrarins. Kannski ég taki bara ábendingum og hunskist næst í Stafdalinn. Hvur veit...

Þessi eignaðist skíða/móturhjóla-gleraugu í dag!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki týpískt!

Hilsen úr Rimanum

Hallan (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 00:27

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Stafdalur er málið

Einar Bragi Bragason., 26.2.2008 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband